top of page

LISTAFÓLK

 

HAMMONDHÁTÍÐAR 2024

 

HAM
BRÍET
ALDÍS FJÓLA
EYÞÓR INGI OG BABIES
HIRÐIN - PRINSINN HEIM

 
 

EYÞÓR INGI OG BABIES - ÞURSAFLOKKURINN

eythorogbabies_snip.jpg

Hinn íslenski Þursaflokkur kom fyrst saman í febrúar 1978 og starfaði óslitið til 1982. Á þeim árum gáfu þeir út 4 breiðskífur, Hinn íslenzki Þursaflokkur (1978), Þursabit (1979), Gæti eins verið (1982) og eina tónleikaplötu, Á hljómleikum (1980). Árið 2008 gáfu þeir svo út plötu með lögum sem ekki höfðu heyrst áður, Ókomin forneskjan, sem og tónleikaplötu, Í höllinni á þorra.

Eyþór Ingi og Babies hafa reglulega komið saman til að spila tónlist Þursaflokksins af sinni alkunnu snilld og þykja tónleikar þeirra einstaklega vandaðir og skemmtilegir.

Eyþór Ingi og Babies fluttu Þursaflokkinn á upphafstónleikum Hammondhátíðar 2024, fimmtudagskvöldið 25. apríl.

 

Meðlimir:

Eyþór Ingi Gunnlaugsson - söngur og hljómborð
Ísak Örn Guðmundsson - gítar
Skúli Gíslason - trommur
Elvar Bragi Kristjónsson - bassi
Ingimundur Guðmundsson - hammond

 
 
 

PRINSINN HEIM

prins_an_hirdar.jpg

Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, hefði orðið 47 ára þann 26. apríl. Hirðin hélt eftirminnilega hátíð í Gamla bíó á afmælisdegi Svavars í fyrra og þar sem afmælisdagurinn hans í ár lendir á Hammondhelgina fannst okkur við ekki geta annað en að setja okkur í samband við Hirðina og blása til afmælisveislu á staðnum sem honum þótti svo vænt um.

Dagskrá afmælisveislunnar er sem hér segir:

Hátíðardagskrá og kaka

Bestu lög Prins Póló þar sem fram koma:
Valdimar Guðmundsson
Lay Low
Benni Hemm Hemm
Borko
Örvar Smárason
Svanhildur Lóa

Kynnir er Sandra Barilli

Veislunni verður lokað með FM Belfast DJ-setti

ALDÍS FJÓLA

aldis_fjola.jpeg

Aldís Fjóla hefur látið í sér heyra síðan hún tók upp sinn fyrsta hárbursta til að syngja í hann, heima í Brekkubæ á Borgarfirði eystra. Árið 2020 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Shadows, aðra plötu í fyrra sem bar nafnið Pipedreams og síðan þá hefur hún komið fram víðsvegar um landið, fengið gríðarlega spilun í Finnlandi og víðar og meðal annars komið fram á Bræðslunni, í tónleikaröð Bláu Kirkjunnar og haldið tónleika í Iðnó.

Nýjasta lag hennar Quiet the storm sat á toppi vinsældarlista Rásar 2 í desember síðastliðnum.

Aldís Fjóla lék á laugardagskvöldi Hammondhátíðar 2024, 27. apríl.

 

Meðlimir:

Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir - söngur
Erla Stefánsdóttir - bassi
Kristófer Nökkvi Sigurðsson - trommur
Stefán Örn Gunnlaugsson - hammond
Halldór Sveinsson - fiðla
Friðrik Jónsson - gítar

 
 

HAM

HAM.jpeg

Áralangur draumur Hammondhátíðar er að verða að veruleika. HAM er að koma á Hammondhátíð. Í eina kvöldstund fáum við að vera HAMondhátíð.

Við erum öll HAM.

HAM spilaði á laugardagskvöldi Hammondhátíðar 2024, 27. apríl.

Meðlimir:

Óttarr Proppé - söngur
Sigurjón Kjartansson - söngur og gítar
Flosi Þorgeirsson - gítar
Björn Blöndal - bassi
Arnar Geir Ómarsson - trommur

 

BRÍET

briet.jpeg

Bríet hefur verið skærasta stjarna íslenskrar tónlistar síðan hún gaf út stuttskífuna 22.03.99 árið 2018. Hún hefur síðan sent frá sér hvert lagið á fætur öðru og öll hafa þau notið fádæma vinsælda. Til marks um það þá hefur helmingur laga af hennar einu breiðskífu til þessa, Kveðja, Bríet, fengið yfir milljón spilanir á Spotify. 

Bríet kom fram á lokatónleikum Hammondhátíðar 2024, sunnudaginn 28. apríl í Djúpavogskirkju.

 

Meðlimir:

Bríet - söngur
Tómas Jónsson - hammond
Ómar Guðjónsson - gítar

 
 

© 2025 Hammondhátíð Djúpavogs

bottom of page